Hreint og beint! (Rafbók)

Hreinsun í 21 dag - Verð 2.500-.kr
Kannst þú við þessi einkenni? Höfuðverkur, síþreyta, meltingatruflanir, orkuleysi.
Kostir þess að hreinsa eru fjölmargir og frábær tímapunktur er að byrja nýja árið 2017 á hreinsun.

opna hreintogbeint Mockup 3

Í rafbókinni er að finna uppskriftir, tillögu að matseðli sem hægt er að styðjast við í hreinsuninni og dagbók sem gefur þér góða yfirsýn og heldur þér við efnið.

Við það að fylgja hreinsuninni munt þú finna bætta líðan, meiri orku, betri meltingu, betri svefn, sterkara ónæmiskerfi!

Uppskriftirnar eiga það sameiginlegt að vera fljótlegar, þægilegar og bragðgóðar. Hristingar, súpur, detox drykkir, kjúklinga-, fisk- og grænmetisréttir.

Næstu 21 dagar eru skipulagðir fyrir hreinsun en með því ertu að skola út þeim eiturefnum og ávana sem eru að koma í veg fyrir að þú sért að vinna í hámarks afköstum en fyrir vikið færðu bætta líðan og meiri orku. Gunnar Einarsson hefur mikla reynslu á sviði einkaþjálfunar og leggur mikla áherslu á mataræðið  sem er  mikilvægur hlekkur í góðri heilsu. Hann hefur starfað sem einkaþjálfari í mörg ár og útbúið fjölmörg æfingakerfi og gefið út mikið af æfingakerfinum sem hafa skilað góðum árangri undir nafni Einka.is

FIT40 - KERFIÐ

fit40
FIT40 - kerfið
Í tilefni þess að ég verð 40 ára í apríl 2017 þá hef ég ákveðið að reyna að fá fleiri með mér í að bæta heilsuna og æfa vel 4-5x í viku og samhliða því að borða fjölbreytta og holla fæðu. Sem sagt setja heilsuna í 1. sæti.

Opið er fyrir skráningar á www.einka.is - með því að skrá þig ertu að skuldbinda þig næstu 5 mánuðina!

Fjarþjálfun - 5 mánuðir - 5000kr á mánuði*
Æfingakerfin eru sett upp þannig að það er lögð mesta áherslan á lyftingar í bland við ýmsar áherslur í hverjum mánuði í senn. Matseðlarnir eru fjölbreyttir, notast er við uppskriftir sem sendar eru í upphafi þannig að auðvelt er að skipta út og fá hugmyndir þaðan. Í æfingarkerfunum er verið að vinna með bandvefslosun, liðleika, virknisæfingar, lyftingar (lóð, stangir, bjöllum, æfingateygjur) og ýmis brennslutæki. Ég reyni alltaf að hafa æfingarnar fjölbreyttar, skemmtilegar og krefjandi. Þetta eru æfingakerfi sem ég er sjálfur að fara eftir og ætla ég að vera samferða ykkur í gegnum þessa 5 mánuði.

Gerðu ráð fyrir að æfa flest alla daga vikunnar, reikna má með að æfingakerfið sé 4- 5 dagar og jafnvel með auka brennslu með suma dagana.

HOPPAÐU HÆRRA

Þetta stökkkraftskerfi er það vinsælasta hjá íþróttafólki sem vill bæta sig!gein troda
Hoppaðu hærra - Bættu stökkkraftinn á 6 vikum!

-Meiri sprengikraftur
-Meiri hraði
-Minni líkur á meiðslum

Stökkraftsáætlun í 6 vikur:
Myndbönd af öllum æfingum
Áætlun á pdf til að prenta út.

Verð 5000kr
---
Bættu við lyftingaáætlun, matseðli og uppskriftum fyrir 2500kr til að fá sem mest úr þessu.

Skráðu þig með því að smella hér!

www.einka.is - Náðu árangri!

“Hlakka svo til að komast í rútínuna aftur”

983826477xscreen1Náði mér í skemmtilegt app um daginn sem hvetur mig til þess að taka þá hluti í mínu lífi fastari tökum sem ég vil laga eða halda til haga, appið heitir Productive - Habit tracker á appstore.

Skipulag er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur öll, enda heyrir maður svo oft sagt að fólki líður best í “rútínunni” t.d. eftir sumarfrí þá hlakka mörgum til byrja á “rútínunni” aftur þar sem þá í raun er skipulagið að hefjast aftur! 

Þú nærð mikið betri árangri með því að setja þér markmið og tala nú ekki um þegar þau smá skref í átt að markmðinu eru orðin að föstum vana hjá þér. Í upphafi getur það verið erfitt að ná að setja X fyrir framan alla þá þætti sem þú ætlar þér að bæta en með tímanum ferðu frá því að vera léleg(ur) yfir í að finna kraftinn sem þú færð úr skipulaginu og afköstinn og árangurinn verður meiri, þetta á ekki bara við líkamsrækt og íþróttir heldur einnig við í hinu daglega lífi. Vani er e-h sem maður gerir án þess að hugsa t.d. að bursta tennurnar að morgni og kvöldi, ef þú nærð að gera vanann 14 sinnum þá er það orðið að “rútínu” og verður því að hlut sem þú getur gert án þess að hugsa líkt og með tannburstunina.