FIT45 kerfið

asdis transparentFIT45 - kerfið
Í tilefni þess að ég verð 45 ára í nóvember 2019 þá hef ég ákveðið að reyna að fá fleiri með mér í að bæta heilsuna og æfa vel 4-5x í viku og samhliða því að borða fjölbreytta og holla fæðu. Sem sagt setja heilsuna í 1. sæti.

Opið er fyrir skráningar á www.einka.is - með því að skrá þig ertu að skuldbinda þig næstu 4 mánuðina!

Fjarþjálfun - 4 mánuðir - 6000kr á mánuði* eða 7500kr með 3D mælingu.
Æfingakerfin eru sett upp þannig að það er lögð mesta áherslan á lyftingar í bland við ýmsar áherslur í hverjum mánuði í senn. Matseðlarnir eru fjölbreyttir, notast er við uppskriftir sem sendar eru í upphafi þannig að auðvelt er að skipta út og fá hugmyndir þaðan. Í æfingarkerfunum er verið að vinna með bandvefslosun, liðleika, virknisæfingar, lyftingar (lóð, stangir, bjöllum, æfingateygjur) og ýmis brennslutæki. Ég reyni alltaf að hafa æfingarnar fjölbreyttar, skemmtilegar og krefjandi. Þetta eru æfingakerfi sem ég er sjálf að fara eftir og ætla ég að vera samferða ykkur í gegnum þessa 4 mánuði.

Gerðu ráð fyrir að æfa flest alla daga vikunnar, reikna má með að æfingakerfið sé 4- 5 dagar og jafnvel með auka brennslu með suma dagana.

3D mæling í Sporthúsinu í Reykjanesbæ - Ásbrú

Loksins er biðin á enda! Fengum 3D skannan okkar afhentan fyrir helgi og óhætt að fullyrða að hann hefur farið fram úr væntingum í nákvæmni og ekki skemmir það fyrir að alltaf er notast við sömu staðsetninguna á skannanum þannig að það eru lítil sem engin frávik.

Skannin mælir:simi scann
• Þyngd
• Fituprósentu
• Fitumassa
• Vöðvamassa
• Ummálsmælingu
• Þrívíddar mynd af þér
• Árangur milli mælinga

Mögnuð græja, ekki satt? Viltu vita meira eða jafnvel bóka tíma?

Smelltu þá hér!


Indverskur kókos fiskréttur

Indverskur kókostómat fiskrétturIndverskur fiskur
Uppskrift
 1-2 msk. olía
 2 laukur smátt skorinn
 2 cm ferskt engifer, smátt skorið
 6 hvítlauksgeirar
 2 msk. Mild curry spice paste frá Patak´s
 2 msk. tómatpúrra
 400 ml. kókosmjólk (ein niðursuðudós og nota aðeins þykka rjóman og alls ekki vatnið)
 1 tsk. hunang
 1000-1200 gr. þorskur
  Kreistur safi úr lime
  Búnt af koríander

Aðferð
Hitið olíuna á pönnu og setjið laukinn út á pönnuna og steikið á meðal hita þar til laukurinn er orðinn glær, bætið næst út í engifer og hvítlauknum út í og steikið. Því næst er bætt út í karrýmaukinu ásaamt tómatpúrrunni, kokosmjólkinni og hunanginu. Skerðu fiskinn niður í smærri bita og settu þá út í maukið og láttu þá malla í 4 mín á hvorri hlið. Í lokinn þá dreifir þú söxuðum kóríander yfir rétturinn og kreistir lime safann út í.

NÝTT - G L U T E M A X - Æfingakerfi

Nýtt æfingakerfi!
Glute Max - buttlift / Fullbody 12 vikur - Verð 16900kr Tilboð 9900krglutemax buttlift

Æfingakerfið sem er sérsniðið fyrir stelpur sem vilja lyfta lóðum.  

Hægt er að velja á milli 2ja 12 vikna kerfa sem eru hönnuð til þess að móta og byggja upp vöðvamassa ásamt því brenna fitu.

1) Glute Max - buttlift æfingakerfið er sérhannað 12 vikna æfingakerfi sem skiptist í 3 æfingakerfi sem eru í 4 vikur í senn, aðal áherslan er að móta og stækka rassvöðvann.

2) Fullbody - buttlift æfingakerfið er fljöbreytt sérhannað 12 vikna æfingakerfi sem skiptist í 3 æfingakerfi sem eru 4 vikur í senn, lagt er áherslu á að æfa alla vöðvahópa líkamans með auka áherslu á rassvöðvann.

2 kerfi í boði - 12 vikur 
• Myndbönd af öllum æfingum
• Æfingakerfið er gagnvirkt nóg að smella á nafni til að fá upp myndband af æfingu
• Ekkert app, ekkert vesen.
• Æfingakerfin er í einu PDF skjali sem er hægt að opna í öllum snjalltækjum og tölvum.
• Útprentanlegt á A4 blaðsíðuglute max min medium

Veldu á milli:
• Glute Max - Buttliftkerfi
• Fullbody + buttlift

Opið fyrir skráningu hér!