FIT45 kerfið

asdis transparentFIT45 - kerfið
Í tilefni þess að ég verð 45 ára í nóvember 2019 þá hef ég ákveðið að reyna að fá fleiri með mér í að bæta heilsuna og æfa vel 4-5x í viku og samhliða því að borða fjölbreytta og holla fæðu. Sem sagt setja heilsuna í 1. sæti.

Opið er fyrir skráningar á www.einka.is - með því að skrá þig ertu að skuldbinda þig næstu 4 mánuðina!

Fjarþjálfun - 4 mánuðir - 6000kr á mánuði* eða 7500kr með 3D mælingu.
Æfingakerfin eru sett upp þannig að það er lögð mesta áherslan á lyftingar í bland við ýmsar áherslur í hverjum mánuði í senn. Matseðlarnir eru fjölbreyttir, notast er við uppskriftir sem sendar eru í upphafi þannig að auðvelt er að skipta út og fá hugmyndir þaðan. Í æfingarkerfunum er verið að vinna með bandvefslosun, liðleika, virknisæfingar, lyftingar (lóð, stangir, bjöllum, æfingateygjur) og ýmis brennslutæki. Ég reyni alltaf að hafa æfingarnar fjölbreyttar, skemmtilegar og krefjandi. Þetta eru æfingakerfi sem ég er sjálf að fara eftir og ætla ég að vera samferða ykkur í gegnum þessa 4 mánuði.

Gerðu ráð fyrir að æfa flest alla daga vikunnar, reikna má með að æfingakerfið sé 4- 5 dagar og jafnvel með auka brennslu með suma dagana.

Innifalið:
    Æfingakerfi (nýtt í hverjum mánuði)
    Myndbönd af öllum æfingum
    Matseðlar (nýr í hverjum mánuði)
    Uppskriftir
    Fyrir og eftir mynd (sendir inn mynd í upphafi og svo aftur eftir 4 mánuðina)
    Myndbönd af öllum æfingum sem opnast í hvaða tæki sem er í gegnum pdf

Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Athugaðu að ég ætla að takmarka fjöldan sem kemur í þetta 4 mánaða æfingaferli með mér og hlakka ég til þess að taka á því með ykkur og ná árangri án öfga og kúra!
 
*Greitt er fyrirfram í upphafi fyrir 4 mánuði!

Þjálfari:
Ásdís Þorgilsdóttir ÍAK einkaþjálfari - ÍAK íþróttaþjálfari - Íþróttakennari - Jógakennari, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu og fittness keppandi