Einkaþjálfun

Einkaþjálfun er fljótlegasta, þægilegasta og besta leiðin til að komast í betra líkamlegt form.

Undir leiðsögn einkaþjálfara er þér fylgt í gegnum allar æfingar, kennt og leiðbeint að gera æfingarnar sem og teygjur rétt. Áhersla er lögð á að hámarka árangur og lágmarka meiðsl.


Hvernig fer einkaþjálfun fram:

1. Bandvefslosun
2. Teygjur
3. Upphitun
4. Lyftingar/æfingar/leiðréttingar æfingar.
5. Teygjur

Tíminn sem fer í æfinguna er í  kringum 50 mín.

Mataræðið er skoðað og gerð er mataráætlun og tillögur frá okkur hvað ber að varast og einnig hvað þú átt að borða ásamt uppskriftum.

Æfingaráætlunin er unnin út frá þínum markmiðum og út frá niðurstöðum úr líkamsstöðu- og hreyfigreiningum.


 

Fjárfestu í heilsunni, hún er það dýrmætasta sem þú átt.

Settu þig í samband við annað hvort okkar og við hjálpum þér ná þínum markmiðum.

Ásdís Þorgilsdóttir

Gunnar Einarsson