Heilsa

Loksins er biðin á enda! Fengum 3D skannan okkar afhentan fyrir helgi og óhætt að fullyrða að hann hefur farið fram úr væntingum í nákvæmni og ekki skemmir það fyrir að alltaf er notast við sömu staðsetninguna á skannanum þannig að það eru lítil sem engin frávik.

Skannin mælir:simi scann
• Þyngd
• Fituprósentu
• Fitumassa
• Vöðvamassa
• Ummálsmælingu
• Þrívíddar mynd af þér
• Árangur milli mælinga

Mögnuð græja, ekki satt? Viltu vita meira eða jafnvel bóka tíma?

Smelltu þá hér!


983826477xscreen1Náði mér í skemmtilegt app um daginn sem hvetur mig til þess að taka þá hluti í mínu lífi fastari tökum sem ég vil laga eða halda til haga, appið heitir Productive - Habit tracker á appstore.

Skipulag er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur öll, enda heyrir maður svo oft sagt að fólki líður best í “rútínunni” t.d. eftir sumarfrí þá hlakka mörgum til byrja á “rútínunni” aftur þar sem þá í raun er skipulagið að hefjast aftur! 

Þú nærð mikið betri árangri með því að setja þér markmið og tala nú ekki um þegar þau smá skref í átt að markmðinu eru orðin að föstum vana hjá þér. Í upphafi getur það verið erfitt að ná að setja X fyrir framan alla þá þætti sem þú ætlar þér að bæta en með tímanum ferðu frá því að vera léleg(ur) yfir í að finna kraftinn sem þú færð úr skipulaginu og afköstinn og árangurinn verður meiri, þetta á ekki bara við líkamsrækt og íþróttir heldur einnig við í hinu daglega lífi. Vani er e-h sem maður gerir án þess að hugsa t.d. að bursta tennurnar að morgni og kvöldi, ef þú nærð að gera vanann 14 sinnum þá er það orðið að “rútínu” og verður því að hlut sem þú getur gert án þess að hugsa líkt og með tannburstunina.

Það er svo ótrúlega gaman að sjá og upplifa svona mikinn árangur hjá fólkinu sínu og miklar breytingar bæði andlegar og líkamlegar. iris dogg fyrir eftir

Íris Dögg er búin að vera í þjálfun hjá mér síðan í byrjun nóvember. Byrjaði í fjarþjálfun og kom í framhaldi af því í Gyðju og fitness þjálfun til mín í janúar. Hún hefur þurft að ganga í gegnum ýmislegt á sinni lífsleið og aðeins 10 ára gömul lenti hún í alvarlegu slysi þar sem skipta þurfti um mjaðmakúlu hjá henni. Hrakfarirnar hafa verið miklar síðan þá og er hún loksins að upplifa það í dag í fyrsta skipti á ævinni að geta sinnt daglegum störfum á heimilinu án verkja og vanlíðan.  Það er yndislegt að sjá líkamlegan mun á henni og enn yndislegra að vita til þess að andleg líðan hennar er allt önnur í dag.

Takk fyrir hugrekkið elsku Íris.

Hún vill deila sinni sögu með það að leiðarljósi að hún geti hjálpað öðrum, hér kemur sagan hennar Írisar.

einka fit365 2NÝTT og betra FIT365 2.0 æfingakerfi frá okkur hjónunum! Við erum sífellt að bæta við okkur þekkingu og sífellt að gera æfingakerfin betri.

Mataráætlanir, uppskriftir að hollum og góðum máltíðum, æfingaáætlanir og myndbönd af æfingum - Frábær leið til að ná góðum árangri með markvissri þjálfun og góðu mataræði. Mataræðið er tekið föstum tökum en ekki í neinu formi "kúra eða megrunar" þó eru mismunandi árherslur á matseðlum á milli mánaða.

Nánari Lýsing
NÝTT FIT365 2.0 æfingakerfið frá Einka.is

 FIT365 2.0 kerfið er árs æfingaáætlun sem er hönnuð til þess að koma þér í og halda þér í þínu allra besta formi. Hvort sem þú vilt æfa heima eða í líkamsræktarstöð. Áherslan er að æfa allt árið og gera þetta að lífsstíl. Mataræðið er tekið föstum tökum þó með mismunandi árherslum á matseðlum á milli mánaða.Þú velur á milli:  Fitubrennslukerfið - Heimaæfingakerfið - MassakerfiðVerð: 
4 mánuðir 26.900 (Tilboð 9900.-kr)

Innifalið í þessum pakka er:


    •    Æfingakerfi fyrir 4 mánuði í fjarþjálfun
    •    Matseðlar fyrir 4 mánuði (mánuð í senn)
    •   Hreinsunarmatseðill (Valkostur fyrir þá sem vilja byrja árið á hreinsun)
    •    Þú velur á milli æfingakerfa og getur breytt um kerfi af vild (Fitubrennslukerfið - Heimaæfingakerfið - Massakerfið)
    •    Uppskriftir af fljótlegum, þægilegum og bragðgóðum millimálum og öðrum máltíðum.
    •    Myndbönd af öllum æfingum (hægt að opna í ipad, snjallsíma eða tölvunni)
    •    Nákvæmt mælingablað
    •    Lokaður facebook hópur
    •    Samskipti fara fram inni á lokaða facebook hópnum eða í tölvupósti

Það styttist í jólin!tolinfyrirjolin 5 heppnir sem kaupa tilboðið fá fría 4 mánaða fjarþjálfun á nýju ári!

Tilboð á 5 vikna æfingakerfi á 5000 kr
Innifalið:
Matseðill
Myndbönd af öllum æfingum
Uppskriftir
Æfingakerfi (heimakerfi eða fitubrennslukerfi)

Skráðu þig á http://einka.is/index.php/fjartjalfun