Uppskriftir

Indverskur kókos fiskréttur

Indverskur kókostómat fiskrétturIndverskur fiskur
Uppskrift
 1-2 msk. olía
 2 laukur smátt skorinn
 2 cm ferskt engifer, smátt skorið
 6 hvítlauksgeirar
 2 msk. Mild curry spice paste frá Patak´s
 2 msk. tómatpúrra
 400 ml. kókosmjólk (ein niðursuðudós og nota aðeins þykka rjóman og alls ekki vatnið)
 1 tsk. hunang
 1000-1200 gr. þorskur
  Kreistur safi úr lime
  Búnt af koríander

Aðferð
Hitið olíuna á pönnu og setjið laukinn út á pönnuna og steikið á meðal hita þar til laukurinn er orðinn glær, bætið næst út í engifer og hvítlauknum út í og steikið. Því næst er bætt út í karrýmaukinu ásaamt tómatpúrrunni, kokosmjólkinni og hunanginu. Skerðu fiskinn niður í smærri bita og settu þá út í maukið og láttu þá malla í 4 mín á hvorri hlið. Í lokinn þá dreifir þú söxuðum kóríander yfir rétturinn og kreistir lime safann út í.

Sumarlegt túnfisksalat (fljótlegt og hollt)

laukur korianderSumarlegt túnfisksalat 

2 dósir af túnfisk í vatn
4 msk hellmans mæjones
Búnt af kóríander (ferskur)fín saxað
Búnt af graslaukur (ferskur)fín saxaður
1 skarlott laukur, fín saxaður
Safi úr 1/2 kreistri sítrónutunfisksalat sumarlegt
Piparað eftir smekk!
Allt sett í skál og blandað vel saman. 
Borið fram með hrökkkexi.
  hellmansmajo

Loftbrauð

Loftbrauð - engin kolvetni

3 egg
3 msk af matreiðslurjóma
1/4 tsk af vínsteinslyftidufti
Kryddað með þínu uppáhaldskryddi td rósmarín eða oregano
Byrjar á að aðskilja rauðurnar frá hvítunni. Stífþeytir hvíturnar, hrærðu saman rauðunum og matreiðslurjómanum og síðan bætir þú þeim úti hvíturnar, passaðu að hræra rólega. Næst skammtar þú kökunum á bakarofnsplötu með matskeið. 
Bakar í ofni á 150 gráðum í 17mín og grillar síðan með yfir hita þar til þær eru orðnar brúnar að ofan í ca 1-2mín ;-)

Súkkulaði bananashake

1 banani Screen Shot 2014-09-16 at 08.42.061 msk kókosolía
1-2 msk kakó
2 egg
4 hvítur

Skvetta af möndlumjólk (má sleppa)

Klakar og allt í blandara.

Breytt uppskrift af "Brownie" með kremi...

Þú bara verður að prófa!kaka

3/4 bolli af kakódufti
3/4 bolli af butter beans (hvítar baunir)
2 msk kókosolía
2 egg
2 msk hörfræ
2 msk hunang/agave sýróp
1 msk vínsteinslyftiduft
1 tsk salt
1 tsk vanilla

Döðlukaramella í kökuna
2/3 bolli döðlur
2 tsk kanill
Látið liggja í heitu vatni í skál í 5-10mín.

Allt sett í matvinnsluvél og sett síðan í hringlaga form og í blástursofn 175° í 20mín

Krem:
Bolli döðlur
3/4 bolli vatn
1/4 bolli fljótandi kókosolía
1/4 kakóduft

Athugaðu leyfðu kökunni að kólna áður en þú setur kremið á hana

Holl "Brownie"

Holl "Brownie"

Þessi kaka hittir beint í mark!holl brownie

3/4 bolli af kakódufti
3/4 bolli af butter beans (hvítar baunir)
2 msk kókosolía
2 egg
2 msk hörfræ
2 msk hunang/agave sýróp
1 msk vínsteinslyftiduft
1 tsk salt
1 tsk vanilla

Allt sett í matvinnsluvél og sett síðan í hringlaga form og í blástursofn 175° í 20mín
Frábært að bera fram með jurtarjóma.