Loftbrauð

Loftbrauð - engin kolvetni

3 egg
3 msk af matreiðslurjóma
1/4 tsk af vínsteinslyftidufti
Kryddað með þínu uppáhaldskryddi td rósmarín eða oregano
Byrjar á að aðskilja rauðurnar frá hvítunni. Stífþeytir hvíturnar, hrærðu saman rauðunum og matreiðslurjómanum og síðan bætir þú þeim úti hvíturnar, passaðu að hræra rólega. Næst skammtar þú kökunum á bakarofnsplötu með matskeið. 
Bakar í ofni á 150 gráðum í 17mín og grillar síðan með yfir hita þar til þær eru orðnar brúnar að ofan í ca 1-2mín ;-)