Drauma formið

Til að verða grönn/grannur eða til að komast í "DRAUMA FORMIÐ" þarftu að láta af ýmsum matarvenjum og sniðganga ýmsan mat algjörlega.......

IMG 6312web

Það sem ber að forðast:

  • Sykur
  • Hveiti
  • Skyndibita
  • Alkóhól

Alkóhól hækkar saltsýrumagn í maganum og hefur slæm áhrif á meltingakerfið. Ef þú ert með lélegt meltingakerfi þá fer maturinn ekki nógu vel í gegnum meltinguna,  sem veldur uppblásnum maga(Uppþemba).

Sumt alkóhól og ólfrænt vín inniheldur krabbameins valdandi efni. (Steinman, Diet for a poisoned planet.)

Dagurinn eftir gott fyllerí einkennist svo af ruslfæði sem kemur enn frekar í veg fyrir það að þú grennist.

Bjór og alkóhól hækkar blóðsykurinn sem er slæmt fyrir líkamann ....

Lífrænt Rauðvín án sulfites er gott í hófi....Það hefur andoxunarefni sem berst gegn krabbameini.

Hvað viltu fá út úr einkaþjálfun?

Framfarir í þjálfun hafa verið með ólíkindum á undanförnum árum og helstu framfarirnar eru þær að nú getur einkaþjálfari metið hvern og einn einstakling. Unnið með veikleika hans og því minnkað líkur á „meiðslum“... Hér áður fyrr og jú reyndar enn í dag, hjá sumum þjálfurum eru mismunandi einstaklingar settir á sama æfingaáætlunina... en hvert skilar það honum? Jú oft á tíðum í aukin meiðsli, eða í meira misræmi í líkama.

 

Fjarþjálfun

Í fjarþjálfun hjá Einka.is eru þessar leiðir í boði.

1)Glute Max - buttlift / Fullbody 12 vikur
Tilboðsverð 9.900.-kr (Fullt verð 16900kr)
Æfingakerfið sem er sérsniðið fyrir stelpur sem vilja lyfta lóðum. Æfingakerfið er sérhannað 12 vikna æfingakerfi sem skiptist í 3 æfingakerfi sem eru í 4 vikur í senn.
Skráðu þig með því að smella hér!
Frekari upplýsingar um G L U T E  MAX æfingakerfin hér!

2)Flightsystem - Lyftingakerfi með áherslu á stökkkraft, snerpu og styrk!
Verð á þessu æfingakerfi er 15.000.-kr
12 vikur og þú eykur sökkkraft, snerpu, styrk og minnkar líkur á meiðslum. Þetta er kerfi sem er skipt upp í 3 hluta eða 4 vikur í senn og leggur áherslu á að styrkja þá þætti sem gera þig að betri íþróttamanni. Lagt er áhersla á liðleika, leiðréttingaræfingar og lyftingar svo þú náir fram því besta. Frábært kerfi fyrir þá sem vilja ná lengra í sinni íþróttagrein.
Skráðu þig með því að smella hér!


3)
Hreint og beint - Hreinsun í 21 dag (NÝTT - Rafbók)

Verð 2500-.kr
21 dagar eru skipulagðir fyrir hreinsun en með því ertu að skola út þeim eiturefnum og ávana sem eru að koma í veg fyrir að þú sért að vinna í hámarks afköstum en fyrir vikið færðu bættan líðan og meiri orku. Hægt er að prenta rafbókina út og hafa hana í símanum, ipad eða tölvunni. Sé rafbókin prentuð út á A4 og brotin saman í helming þá er hún 28 blaðsíður.
Skráðu þig með því að smella hér!
Frekari upplýsingar um Hreint og beint hér!

4)FIT45 - 4 mánuðir - fjarþjálfun (NÝTT)
Fjarþjálfun - 4 mánuðir - 6000kr/7500 á mánuði*

Æfingakerfin eru sett upp þannig að það er lögð mesta áherslan á lyftingar í bland við ýmsar áherslur í hverjum mánuði í senn. Matseðlarnir eru fjölbreyttir, notast er við uppskriftir sem sendar eru í upphafi þannig að auðvelt er að skipta út og fá hugmyndir þaðan. Í æfingarkerfunum er verið að vinna með bandvefslosun, liðleika, virknisæfingar, lyftingar (lóð, stangir, bjöllum, æfingateygjur) og ýmis brennslutæki. Ég reyni alltaf að hafa æfingarnar fjölbreyttar, skemmtilegar og krefjandi. Þetta eru æfingakerfi sem ég er sjálf að fara eftir og ætla ég að vera samferða ykkur í gegnum þessa 4 mánuði.
Í tilefni þess að ég verð 45 ára í nóvember 2019 þá hef ég ákveðið að reyna að fá fleiri með mér í að bæta heilsuna og æfa vel 4-5x í viku og samhliða því að borða fjölbreytta og holla fæðu. Sem sagt setja heilsuna í 1. sæti.

Opið er fyrir skráningar á www.einka.is - með því að skrá þig ertu að skuldbinda þig næstu 4 mánuðina!


Skráðu þig með því að smella hér!
Frekari upplýsingar um FIT45 kerfið hér!

5)Gyðjunámskeið - 3 mánuðir - fjarþjálfun (Sérsniðið fyrir hverja og eina)
Verð á mánuði 10.000.-kr ( Takmarkað pláss ) Athugaðu að þú ert að skuldbinda þig í 3 mánuði.

Námskeið í fjarþjálfun sem hefur verið fullt á í þjálfun hjá Ásdísi og árangurinn hefur verið frábær! Mottóið er heilbrigð sál í hraustum líkama.
Frekari upplýsingar um Gyðjunámskeiðið hér

6)FIT60 2.0
Tilboð 7900 (Verð áður 15.000.-kr)

Brenndu hundruðum hitaeininga á 30mín eða skemmri tíma! Sérsniðið fyrir þá sem hafa takmarkaðan tima til að æfa og vilja æfa heima eða í líkamsræktarstöð. FIT60 kerfið varð gríðarlega vinsælt og við erum búin að gera það enn betra og getur þú valið milli þess að æfa heima eða í stöð og eru nokkur æfingakerfi sem hægt er að styðjast við. Mataræðið er sett upp þannig að þú getur valið nokkrar leiðir bæði fjölbreytt mataræði og einfalt fyrir þá sem eru alltaf að flýta sér og auðvitað fylgja hollar og bragðgóðar uppskriftir. Aðgangur að lokuðum facebook hóp. 
Skráðu þig með því að smella hér!

7)Fjarþjálfun út frá þínum markmiðum (fitubrennsla, uppbygging, almennt hreysti eða fjarþjálfun fyrir íþróttafólk)
Stakur mánuður frá 8.000.-kr

Svara þarf spuringalista vegna meiðslasögu, markmiða og hvaða áherslur viðkomandi vill hafa. Út frá þessu gögnum er útbúið sérsniðið æfingakerfi.
Skráðu þig með því að smella hér!

Frekari upplýsingar á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Gos og sykurlausar vörur

Sykurlaust gos eða light drykkir eru eitt það versa sem þú kemst í tæri við..Það getur leitt til þyngdaraukningar, gert þig veikbyggðari og þunglynda/n

Gos hefur hátt fosfórmagn sem getur aukið calsium tap úr líkamanum..einnig getur natríumið og koffeinið haft sömu áhrif. (Consecious Eating.) Þetta veldur því að beinmassinn minnkar sem getur leitt til beinþynningar.

Við gosdrykkju eru meiri líkur á að vatnsinntaka verði ekki eins og hún á að sér að vera eða um 1,5-2 lítrar á dag. Líkaminn getur því lent í miklum vandræðum ef vatnsinntaka er ekki nægjanlegt.

Vatn losar okkur t.d.við eiturefni sem myndast í líkamanum, hjálpar til við meltinguna og því getur verið að ef meltingin er ekki góð, þá léttistu ekki.....

Aspartam

Sykurlaust gos, tyggjó, og aðrar sykurlausat matvörur innihalda oft á tíðum aspartam efnið. Aspartam hefur mikla sögu á bak við sig hvað varðar að fá það samþykkt í USA. En það tók mörg mörg ár. Þetta efni hefur verið tengt við liðagigt, fæðingagalla, vefjagigt, Alzeimer, rauða úlfa, MS, og sykursýki. Þegar methyl alkóhól sem er hluti af aspartam fer inn í líkamann þá breytist það í  formldehýði sem er eitrað efni og krabbameinsvaldandi. Vísindamenn nota þetta efni sem sóttvarnarefni eða rotvarnarefni.(gold, „Formaldehyde Poisoning from Aspartame“) The Food and Drug Administration (FDA) hafa fengið meiri kvartanir yfir Aspartam en öllum öðrum efnum. (Steinman)

Og fleira um Aspartam

Þegar aspartam sameinast kolvetnum, minnkar heilinn framleiðslu á efni sem kallast serotonin. En serotonin er svo kallað GLEÐIHORMÓN :) ... hormón sem gerir okkur glöð og í góðu jafnvægi.

Hvað kemur í staðin fyrir gos.... ?

Í staðin fyrir gosið ættirðu að fá þér vatn og nóg af því ... þú getur bragðbætt það með ávöxtum, t.d. sítrónu, lime, jarðaberjum, engifer, smá hunangi og fleiru skemmtilegu. ;0)