Sumarið er mætt... nýttu tímann!

Sumarið er loks mætt! Ætlar þú að vera í fríi eða ætlaru að nýta tímann?gunnar einarsson damon asdis lyftingar raektin-3-of-15

Þessari stöðufræslu er beint til körfuknattleiksfólks!!!

Sumarið er sá tími sem körfuknattleiksfólk getur nýtt sér til þess að koma betra til leiks á næsta tímabili. Það vaknar enginn upp einn daginn betri án þess að hafa lagt á sig vinnu og fórnað tíma í æfingar.

Í gegnum minn feril nýtt ég öll sumur í að efla mig sem leikmann og koma sterkari og betri til leiks, en það var samt ekki fyrr en ég áttaði mig á því að þessa vinnu þarf að leggja á sig allt ári en ekki bara yfir sumarmánuðina þegar körfuboltinn var í "fríi" að ég fór að ná meiri árangri... árangurinn er ekki eingöngu fólgin í því að verða sterkari, hoppa hærra eða fá stærri vöðva! Það að geta minnkað líkur á meiðslum er hlutur sem margir vanrækja og sjá eflaust eftir því að hafa ekki sinnt því betur þegar þú situr á meiddur á hliðarlínunni og fylgist með hinum í leik.

Ég vona að körfuknattleiksfólk nýti sumarið vel og komi enn betra til leiks á næsta tímabili.

Settu þér markmið sem þú ætlar að ná með því að leggja á þig vinnu í ræktinni eða í körfu í sumar.
Ég verð með til sölu 3ja mánaða "off season" æfingakerfi sérhannað til þess að þú verðir betri næsta tímabil.

Sniðið að þínu markmiði.
Þetta er æfingakerfi fyrir þá sem vilja verða betri, sterkari, sneggri, stökkva hærra og minnka líkurnar á meiðslum ættu að tileinka sér.

Innifalið: Æfingakerfi, myndbönd, matseðill og uppskriftir.

Skráning hefst í kvöld á www.einka.is

Frekari upplýsingar koma síðar í dag á www.einka.is

Áfram ‪#‎körfubolti‬ ‪#‎teamiceland‬ ‪#‎dominos365‬

Gyðjunámskeið

Nýtt námskeið í fjarþjálfun - 3ja mánaða Gyðjunámskeið


"Finndu þína innri Gyðju" asdis gydjunamskeid 2016

Fjarþjálfun - Gyðjunámskeið  - 3 mánuðir - 10.000kr á mánuði!
Sérsniðið æfingakerfi, uppskriftir,  matseðlar og myndbönd af öllum æfingum - Þú nærð frábærum árangri á 12 vikum!

Nánari Lýsing

Gyðjunámskeið - fjarþjálfun
Æfingakerfi fyrir líkamsræktarstöð og gert er ráð fyrir að þú sért að lyfta 5 – 6x í viku og jafnvel með auka brennslu með. 
 

Hvað ertu að fara út í?
Æfingakerfið er uppbyggt þannig að við erum sífellt að koma líkamanum á óvart. Það er einmitt það sama sem þú ætlar að gera í mataræðinu. Við ætlum að fá líkamann til þess að brenna eins mikilli fitu og við getum mögulega fengið hann til að gera með hjálp mataræðisins. Auk þess að lyfta/æfa förum við markvisst í vinna með andlegu hliðina. Heilbrigð sál í hraustum líkama er og verður alltaf okkar mottó.

Innifalið: 

  • Æfingakerfi fyrir líkamsræktarstöð fyrir 12 vikur (3 mismunandi æfingakerfi sem æft er eftir í 4 vikur í senn)
  • 3 mismunandi matseðlar og uppskriftir
  • Myndbönd af öllum æfingum. 
  • Nákvæmt mælingablað. 
  • Samskipti fara fram í tölvupósti eða á lokaðri facebook síðu
  • Fyrir og eftir mynd

 Skráðu þig með því að smella hér!

Þjálfari og hönnuður af þessu Gyðjunámskeiðinu:
Ásdís Þorgilsdóttir ÍAK einkaþjálfari, ÍAK íþróttaþjálfari, ÍKÍ íþróttakennari, jógakennari, fitnesskeppandi, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu. Margfaldur bikar- og Íslandsmeistari í knattspyrnu með KR.

Reynslusaga - Írisar Daggar

Það er svo ótrúlega gaman að sjá og upplifa svona mikinn árangur hjá fólkinu sínu og miklar breytingar bæði andlegar og líkamlegar. iris dogg fyrir eftir

Íris Dögg er búin að vera í þjálfun hjá mér síðan í byrjun nóvember. Byrjaði í fjarþjálfun og kom í framhaldi af því í Gyðju og fitness þjálfun til mín í janúar. Hún hefur þurft að ganga í gegnum ýmislegt á sinni lífsleið og aðeins 10 ára gömul lenti hún í alvarlegu slysi þar sem skipta þurfti um mjaðmakúlu hjá henni. Hrakfarirnar hafa verið miklar síðan þá og er hún loksins að upplifa það í dag í fyrsta skipti á ævinni að geta sinnt daglegum störfum á heimilinu án verkja og vanlíðan.  Það er yndislegt að sjá líkamlegan mun á henni og enn yndislegra að vita til þess að andleg líðan hennar er allt önnur í dag.

Takk fyrir hugrekkið elsku Íris.

Hún vill deila sinni sögu með það að leiðarljósi að hún geti hjálpað öðrum, hér kemur sagan hennar Írisar.

NÝTT og betra FIT365 2.0

einka fit365 2NÝTT og betra FIT365 2.0 æfingakerfi frá okkur hjónunum! Við erum sífellt að bæta við okkur þekkingu og sífellt að gera æfingakerfin betri.

Mataráætlanir, uppskriftir að hollum og góðum máltíðum, æfingaáætlanir og myndbönd af æfingum - Frábær leið til að ná góðum árangri með markvissri þjálfun og góðu mataræði. Mataræðið er tekið föstum tökum en ekki í neinu formi "kúra eða megrunar" þó eru mismunandi árherslur á matseðlum á milli mánaða.

Nánari Lýsing
NÝTT FIT365 2.0 æfingakerfið frá Einka.is

 FIT365 2.0 kerfið er árs æfingaáætlun sem er hönnuð til þess að koma þér í og halda þér í þínu allra besta formi. Hvort sem þú vilt æfa heima eða í líkamsræktarstöð. Áherslan er að æfa allt árið og gera þetta að lífsstíl. Mataræðið er tekið föstum tökum þó með mismunandi árherslum á matseðlum á milli mánaða.Þú velur á milli:  Fitubrennslukerfið - Heimaæfingakerfið - MassakerfiðVerð: 
4 mánuðir 26.900 (Tilboð 9900.-kr)

Innifalið í þessum pakka er:


    •    Æfingakerfi fyrir 4 mánuði í fjarþjálfun
    •    Matseðlar fyrir 4 mánuði (mánuð í senn)
    •   Hreinsunarmatseðill (Valkostur fyrir þá sem vilja byrja árið á hreinsun)
    •    Þú velur á milli æfingakerfa og getur breytt um kerfi af vild (Fitubrennslukerfið - Heimaæfingakerfið - Massakerfið)
    •    Uppskriftir af fljótlegum, þægilegum og bragðgóðum millimálum og öðrum máltíðum.
    •    Myndbönd af öllum æfingum (hægt að opna í ipad, snjallsíma eða tölvunni)
    •    Nákvæmt mælingablað
    •    Lokaður facebook hópur
    •    Samskipti fara fram inni á lokaða facebook hópnum eða í tölvupósti