Holl "Brownie"

Holl "Brownie"

Þessi kaka hittir beint í mark!holl brownie

3/4 bolli af kakódufti
3/4 bolli af butter beans (hvítar baunir)
2 msk kókosolía
2 egg
2 msk hörfræ
2 msk hunang/agave sýróp
1 msk vínsteinslyftiduft
1 tsk salt
1 tsk vanilla

Allt sett í matvinnsluvél og sett síðan í hringlaga form og í blástursofn 175° í 20mín
Frábært að bera fram með jurtarjóma.

Fjarþjálfun með mælingum

**NÝTT**Fjarþjálfun með mælingum Stakur mánuður 9.000.-kr fyrir korthafa í Sporthúsinu. 10.990.-kr fyrir aðra.einka.logo.breitt
Mælingar á 4 vikna fresti í upphafi og lok mánaðar - Uppskriftir - Matseðill - Æfingakerfi út frá þínum markmiðum - Myndbönd af öllum æfingum - Ráðgjöf á meðan þjálfuninni stendur.
Skráðu þig með því að smella hér!

Ertu svona upptekin(n)?

Ég hef bara engan tíma fyrir ræktina! Klárlega #1 sú algengasta afsökun sem ég heyri… og eru þær ansi margar sem fólk notar til þess að réttlæta það fyrir sér að geta ekki æft.Appointment-Photo-583x378

Það er svo auðvelt að finna tíma, t.d. með því að vakna fyrr ertu strax búin(n) að græða tíma sem þú ættir að geta nýtt í ræktina en þá ertu líklega með aðra afsökun að þú getir bara ekki æft svona snemma :-)

Annar vínkill á þetta er að skrá niður hvað þú ert að eyða miklum tíma í sumar athafnir…