Meira af liðleika

Liðleikinn er gríðarlega mikilvægur!
Þessir staðir eru oft stífir á íþróttamönnum í boltagreinum, prufaðu að bæta bandvefslosun og teygjum fyrir og eftir æfingar.
Það er líka gott að rúlla þessa staði ef þú þjáist af bakverk!


Liðleikinn er mikilvægur

Vöðvarnir okkar eiga að vinna sem ein heild. Ef þú ert stíf/ur á einhverju svæði þá kemur það til með að hafa keðjuverkandi áhrif á heilsuna þína og líklega er það ástæðan fyrir bak-, hné-, axlaverk og fleira. Bandvefslosun með rúllu/bolta ásamt því að teygja kemur þér langt í þessari baráttu við að fyrirbyggja meiðsli sem og að fá vöðvana til þess að virka sem best.

teygjur og lidleiki

Er árangur í duftinu?

sport-and-health-supplementsHef verið að sjá fólk deila frétt þar sem einhver strákur var að taka inn fæðubótaefni og fitnaði hratt af því, sá hin sami var að vonast eftir árangri úr duftformi í dúnk!
 
Ég er svo oft spurður af því hvaða fæðubótaefni á ég að kaupa mér og sé það einnig á FB þar sem póstað er myndum af fæðubótaefnum "nú skal sko tekið á því og vonandi fer eitthvað að gerast" og sá hin sami hefur verslað sér fæðubótaefni fyrir tugirþúsunda og ætlar svo að stóla á að töflurnar og duftið sjái u
m allt saman...
Hvernig væri fyrst að taka til mataræðinu áður en farið er að bæta enn meiri óþarfa inn í það!

 Svarið er ótrúlega einfalt: Hættu að borða rusl og leggðu það á þig að mæta 3-4x í viku í ræktina og þú munt sjá árangur ef þú leggur þig fram í eldhúsinu og í ræktinni!

Bananabrauð

5 eggjahvítur 1236107 526962510713434 1552903849 n
2 bananar
1/2 bolli kókoshveiti
1/2 bolli möndluhveiti
2 msk af hnetusmjöri (má sleppa)
3 msk af kókosolíu (fljótandi)
1 tsk matarsódi
1 tsk vanilludropar

Att sett í blender og í kökuform á 185°í 20-30 mín.

Kaka skorinn í 10 jafnar sneiðar.

Hver sneið er 132 kcal þar af 12 gr kolvetni, 8 gr fita og 5 gr prótein.