PANTAÐU ÞINN TÍMA Í

Naked-3d-fitness-tracker-1

Sjáðu þig í réttu ljósi, í nákvæmustu mælingu sem völ er á!

Það eru ansi margir þættir sem þarf að taka með inn í myndina þegar verið er að framkvæma mælingar og eru þær mis marktækar og nákvæmar eins og þær eru margar.

3D mælingin hjá okkur býður uppá nákvæmustu mælingu sem er í boði hérlendis. Mælingin tekur aðeins 20 sekúndur í framkvæmd og niðurstöður koma í símann þinn á 3-4 mínútum. Í 3D mælingunni færðu margar breytur sem nýtast þér í að vita stöðuna sem snýr að heilsunni þinni til dæmis vöðvamassan þinn, með auknum vöðvavexti getur verið ástæðan fyrir því að þú sért að þyngjast á vigitinn en ekki að þú sért að fitna.

Mælingin skilar:

• Þyngd

• Fituprósentu

• Fitumassa

• Vöðvamassa

• Ummálsmælingu

• Þrívíddar mynd af þér

• Árangur milli mælinga 

• Gögn færast yfir í Apple health

 

Skanninn er staðsettur í Sporthúsinu á Ásbrú í Reykjanesbæ nánar til tekið í mælingarherberginu sem er við endann á ganginum þegar gengið er í átt að spinningsalnum.

Áður en þú mætir í mælinguna þá er mikilvægt að þú sért búin/nn að ná í appið sem þú færð upplýsingar um hvernig skal nálgast það og setja upp eftir skráninguna.

Skráið í appið ítarlegri upplýsingar um ykkur sem það biður um t.d. hæð, kyn og fl.

– Á meðan þið eruð skönnuð þá eru þið ein í herberginu og enginn gögn fara neitt annað en í símann ykkar.
– Til þess að fá sem nákvæmustu mælinguna þá er ráðlagt að vera í þröngum nærfatnaði.
– Fyrir konur með sítt hár er nauðsynlegt að hafa hárið í snúð.
– Skönnunin tekur aðeins 20sek og þegar vigtin hefur lokið sér af að snúa þér í hring þá máttu stíga varlega af vigtinni. 
– Í  lokin vinnur skanninn úr niðurstöðunum og skilar þeim í símann til þín á c.a. 3-5mín en það fer eftir nethraða hversu fljótt þetta gerist.
– Eftir að búið að að skanna þig þá getur þú klætt þig aftur og passaðu að alls ekki koma við vigtina eftir að þú hefur stigið af henni.

Skráðu þig í 3D mælingu hér:

Verð fyrir staka mælingu er 5000 kr
Tilboð 8000kr ef keyptar eru 2 mælingar 

Share on facebook
Facebook
Share on google
Google+
Share on twitter
Twitter
Share on linkedin
LinkedIn
Close Menu
×
×

Cart