„Ég hef bara engan tíma fyrir ræktina!“

„Ég hef bara engan tíma fyrir ræktina!“

Þetta er ein algengasta afsökun sem er á afsökunarlistanum hjá þeim sem hafa ekki tíma fyrir heilsuna og eru þær ansi margar sem fólk notar til þess að réttlæta það fyrir sér að geta ekki æft.

Það er svo auðvelt að finna tíma. Til dæmis með því að vakna fyrr á morgnana ertu strax búin(n) að græða tíma sem þú ættir að geta nýtt í ræktina. En þá ertu líklega með aðra afsökun um að þú getir bara ekki æft svona snemma.

Annar vinkill á þetta er að skrá niður hvað þú ert að eyða miklum tíma í sumar athafnir. Skráðu niður tímann sem fer í sjónvarpsáhorf og facebook notkunina! Ég efast ekki um að þú getir skorið niður tímann af þessu hvoru tveggja og náð 30 mínútum eða jafnvel klukkutíma sem þú getur nýtt í ræktina og trúðu mér, þú missir ekki af neinu þótt þú sleppir einni klst frá þessum tímaþjófum.

Settu þig í fyrsta sæti og ekki missa tökin á heilsunni. Og eitt að lokum þar sem það styttist nú í jólin; Skíttmeða hvað þú borðar á milli jóla og nýárs! Það skiptir máli hvað þú borðar á milli nýárs og jóla!

Njótum, æfum og hreyfum okkur!

Bestu kveðjur,

Gunnar Einarsson,

Einkaþjálfari, Sporthúsið Reykjanesbæ.

Close Menu
×
×

Cart