Indverskur kókostómat fiskréttur
Uppskrift
1-2 msk. olía
2 laukur smátt skorinn
2 cm ferskt engifer, smátt skorið
6 hvítlauksgeirar
2 msk. Mild curry spice paste frá Patak´s
2 msk. tómatpúrra
400 ml. kókosmjólk (ein niðursuðudós og nota aðeins þykka rjóman og alls ekki vatnið)
1 tsk. hunang
1000-1200 gr. þorskur
Kreistur safi úr lime
Búnt af koríander
Aðferð
Hitið olíuna á pönnu og setjið laukinn út á pönnuna og steikið á meðal hita þar til laukurinn er orðinn glær, bætið næst út í engifer og hvítlauknum út í og steikið. Því næst er bætt út í karrýmaukinu ásaamt tómatpúrrunni, kokosmjólkinni og hunanginu. Skerðu fiskinn niður í smærri bita og settu þá út í maukið og láttu þá malla í 4 mín á hvorri hlið. Í lokinn þá dreifir þú söxuðum kóríander yfir rétturinn og kreistir lime safann út í.
Borið fram með karrýgrjónum og kóríander
4dl af grjónum
2 tsk af karrý dufti
6 negul naglar
6 kardimommur
2 kanilstangir
1 grænmetisteningur
koríander
Sjóðið grjón í potti og bætið öllum kryddinu út í fljótlega eftir að suðan er kominn upp og leyfið þessu að malla saman í 5mín á meðan útbýrðu grænmetissoð úr heitu vatni og grænmetistening c.a. 3-4dl og bætir út í grjónin þegar vatnið hefur minnkað í pottinum, því næst eru grjónin sigtuð þegar búið er að sjóða grjónin og veiðið uppúr negulnaglana, kardimommurnar og kanilstangirnar. Í lokinn þá dreifir þú söxuðum kóríander yfir.