Mega börn og unglingar lyfta?

Langar að vitna í fyrirlestur hjá Dr. Michail um styrkt­arþjálf­un barna á ráðstefnu á veg­um Há­skól­ans í Reykja­vík og Íþrótta­banda­lags Reykja­vík­ur

Hann ræddi m.a. um þá mýtu að börn og unglinginar megi ekki lyfta lóðum og að fagmenn ættu að hafa umsjón með þjálfuninni…

Þetta er alveg bráð nausynlegt í allri þessari kyrrsetu fyrir framan tölvu og skjámenningu sem á sér stað í dag. Börn og unglingar eru að hreyfa sig jafn lítið og há aldrað fólk sem er náttúrulega hrikalega skaðlegt heilsunni.

Ég hef verið að þjálfa unglinga í Sporthúsinu 3x í viku og veit að þeim þykir þetta gaman og mér líka! Aldrei að vita nema ég bæti við öðrum hóp þegar það myndast pláss fyrir einn slíkan í tímatöflunni minni, ef þú átt ungling sem hefur áhuga á að koma í þjálfun til mín þá er gott að vita af áhuganum svo ég geti haft samband þegar að kallið kemur.

„Það er ein­fald­lega gott fyr­ir börn og ung­linga að auka lík­am­leg­an styrk. Aldrei er þó gott að þvinga þau til þess en um leið og þeim þykir styrkt­arþjálf­un skemmti­leg þá virk­ar hún vel.

Dr. Michail Ton­konogi, pró­fess­or í íþrótta­lífeðlis­fræði við Dalarna-há­skóla í Svíþjóð

Close Menu
×
×

Cart