Nei nei janúar er mættur langar að koma þessu frá mér…en og aftur!

Þú þarft ekki að vakna fyrir kl 6 og brenna… og heldur ekki allar þessar töfrapillur, duft og hreinsanir!

Skammtímalausnir virka aldrei… það sem virkar er að borða hollt, hreyfa þig og minnka skyndibita, hvítan sykur og drekka meira vatn👌🏻

Prófaðu þetta og þú nærð árangri… þetta þýðir alls ekki að þetta á eftir að vera auðvelt, þú þarft að fórna hlutum og þurfa að eiga samtalið í kollinum þínum… þér á eftir að mistakast, fara út af sporinu og jafnvel lenda á vegg en það sem skiptir máli er að gefast ekki upp og halda áfram að sýna stöðuleika því þetta er jú langhlaup!

Punktar:
• Fita breytist ekki í vöðva!
• Epli, appelsínur og aðrir ávextir eru ekki frá skrattanum!
•Vöðvabúntið í fæðubótaauglýsingunni varð ekki svona á því að smjatta á duftinu sem hann er að auglýsa!
• Þú nærð kannski engum árangri á 4 vikum
• Þú nærð árangri með því að gefast ekki upp
• Flestir ef ekki allir kúrar ganga út á það sama að minnka magnið af mat sem þú borðar!
• Hreyfa sig meira, borða minna!
•Þú getur þetta!

Nýárs- og heilsukveðja GEIN

Close Menu
×
×

Cart