Hvað er að vera í góðu formi, Er það að vera með sixpack?

Í hraða samfélaginu sem við búum við í dag er skyndilausnin sem fær mestu umfjöllun og athygli. Skyndilausnir í formi töfralausna, brennsluefna og lyfja, síðast en ekki síst þá eru það orkudrykkirnir sem eru að fylla nánast alla kæla í verslunum og þar er ekkert nema skyndiorka í dós.

Ég skora á þig að veðja á hestinn sem ætlar að leggja áherslu á almennt heilbrigði, lyftingar, göngur, hlaup, borða holla og næringaríka fæðu sem fær þig til að líða vel. En hesturinn sem fær mestu umfjöllun og athygli er akkurat sá sem flestir vilja hoppa á er sá sem fótbrotnar á leiðinni og hellist úr lestinni fljótt því skyndilaunir virka alls ekki enda ber orðið það með sér.

Við erum byggð til að hreyfa okkur og erum vinnuhestar, það sama á við um ef við ætlum að ná lifa lengur og halda í lífsgæði í formi þess að geta gert allt sem þú hefur gert í gegnum lífið, þá þurfum við að temja okkur það sem lífsstíl og halda því áfram eins lengi og við mögulega getum. Því ef þú hættir að beita ákveðinni hæfni þá missir þú hana, rétt eins og að taka alltaf auðveldu leiðina þá er sú leið að fara gera þér óleik.

Gunnar Einarsson – ÍAK einkaþjálfari

Close Menu
×
×

Cart